Nýji gripurinn Kramer Focus 3000, 83' módel eða 82… eitthvað í þá áttina að minnsta kosti, hann er allavega 24 ára.

Er ekki með öll specs-in á hann. Þannig að ég læt bara myndina tala sínum orðum :)

Ég keypti hann af huganotandanum Dystopia, og ég er helvíti sáttur með hann. Það þarf reyndar að fiffa hann aðeins til svo að hann sé einmitt eins og ég vill hafa hann.

T.d. þá eru alveg 5 gormar undir honum, það ætti að nægja að hafa svona 3. Það eru mjög þykkir strengir í honum, örugglega .12 strengir eða eitthvað álíka. Ég ætla að setja tíur í hann, svo þarf ég að þrífa hann hátt og lágt og bóna body-ið og stilla svo Floydið þannig að það halli ekki eins mikið heldur sé samsíða body-inu og ég þarf að laga actionið :)

Þetta er alveg frábær gítar og hann á eftir að lagast aðeins eftir að ég fikta aðeins í honum :D
…djók