Börnin mín 2/3 Þá er komið að næstu einstaklingsmynd. Þetta er minn heittelskaði Parker Nitefly SA. Eins og ég hef oft sagt hérna og þið eflaust orðin þreytt á því :P, þá er þetta sá allra besti sem ég hef komist í tæri við. Allt við hann er bara…frábært.

Specs:

- Body >>> Swamp Ash

- Neck >>> Mahogany

- Neck Joint >>> Bolt-on

- Fretboard >>> Carcon/Glass Composite

- Frets >>> 22 Medium Stainless Steel Frets

- Bridge/Tremolo >>> Parker Tremolo

- Pickups >>> Custom Wound DiMarzios

- Piezo System >>> 6-Element Fishman Piezo w/active preamp

- Stilliskrúfur >>> Sperzel Locking Tuners
——-

Þunnur hálsinn með koltrefja/gler-blöndu fretboardinu er mjög hraður og lágt action gerir það að verkum að það er “auðvelt” að spila á hann. Ég hef hann strengdan með 10´s og það hentar mjög vel.

Pickupparnir eru mjög góðir og gefa þykkt sound. Hann hentar í hvaða músík sem er, allt frá jazz/blús og upp í metal. Piezo kerfið er eitt af því sem ég dýrka við þennan gítar. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Piezo kerfi eiginlega bara acoustic pickup undir búnni sem gefur manni alveg magnað clean sound. Svo er hægt að blanda pickuppunum og Piezo kerfinu saman og fá fleiri falleg clean sound. Þar sem formagnarinn er active þarf 9V batterí til að maður geti notað þetta. En rétt eins og með active EMG pickuppa þá endist það vel og lengi þannig það er ekki vandamál. Annar sniðugur fídus í þessu er að þegar maður blandar pickupunum og piezo saman, þá er hægt að splitta signalinu með sérstakri snúru með tveimur out-jacks yfir í tvo magnara. Á þann hátt er hægt að fá piezo signalið yfir í acoustic magnara en pickupa signalið í venjulegan magnara, og fá þannig skemmtilegan stereo effect. Hef ekki prófað þetta sjálfur, en langar að testa.

En ætli þetta sé ekki komið meira en nóg, set punktinn hér.