Stöffið Ég var búinn að senda inn mynd af bassanum áður en ákvað núna að senda inn mynd af öllu draslinu. Í efra vinstra horninu er mynd af magnaranum mínum, Fender Bassman 100, ætla samt að fá mér nýjann líklegast á þessu ári Fyrir neðann magnarann eru svo effektarnir mínir, þeir eru : Boss Tu-2 tuner, WOBO looper, dunlop 105Q bass crybaby, boss ODB-3 overdrive (hann rispaðist til helvítis svo að ég spreyjaði hann) og svo MXR M-80 DI. Box. Í efra hægra horninu er basinn minn, Fender '60s classic jazz bass, búinn að skipta út stólnum fyrir bad ass II og verð að segja að ég sé ekki eftir því. Fyrir neðann hann er line 6 UX2 Toneport upptöku græjan mín, mæli með að fólk skoði toneport-ana frá line 6, mjög góður interface fyrir þá sem eru rétta að byrja að taka upp heima hjá sér.