Heimilisgræjurnar Langt síðan maður hefur sent inn montmynd, og montmyndum er heldur farið að fækka hlutfallslega miðað við netmyndirnar svo ég hendi hér inn einni mynd af æfingagræjunum mínum. Ekkert fancy, Line6 Flextone III XL og FBV Shortboard geymt á og í þessum myndarlega sjónvarpsskáp sem ég keypti á þúsundkall í Góða hirðinum og reyndist bara smellpassa undir draslið mitt.
Gítararnir eru ESP Eclipse I CTM og LTD HB-300. Mækinn er einhver hálfdapur Stagg sem konan á sem ég er að nota af því minn er uppi í húsnæði..