Ég var að koma úr Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna en ég og hljómsveitin mín vorum að taka þar upp. Þar var Washburn bassi sem var geðveikt flottur og góður. Ábyggilega besti bassi sem ég hef spilað á en ég sem gítarleikar hef ekki spilað á marga bassa… Ekki eyðilagði það hvað hann var flottur, lakkaður bara með glæru lakki, dökkur viður og lítill og nettur haus. Geðveikir bassar!