Gítarinn minn Þetta er Apollo gítarinn minn sem ég er að gera upp.

Þarna sjáiði hálsinn sem ég gerði scalloped, og þarna eru tveir Seymoure Duncan Hot Rails pickuppar í neck og bridge. Svo er fullt af skrúfum og drasli í þessum pokum þarna undir þessu og í kring. Og eflaust takið eftir því en ég er búinn að pússa lakkið af gítarnum og á reyndar eftir að fínpússa hann betur og ætla svo að mýkja allar hliðar betur einnig. Svo þarf bara að senda hann á sprautustöð eða eitthvað að láta lakka hann (er það ekki annars hægt ?).
Þess má einnig geta að ég ætla mér að kaupa bara plötu úr svona plasti eða hvaða fjanda sem pickguardið er búið til úr, finna mér eitthvað gott og flott efni og skera það út sjálfur í öðruvísi shape en það er núna.
Og til að ljúka þessu þá ætla ég að skipta um allt víradót og jafnvel brú og stilliskrúfur og jafnvel nut-ið líka :)

Og eins og þið kannski sjáið þá er þetta varla Apollo lengur :)
…djók