jæja, þá er til sölu einstakur gítar. það er nefninlega ástin í lífi mínu til margra ára, nebbninlega Gibson Melody Maker '77 (62 re-issue). þessi gítar er alveg einstakur og veit ég ekki til þess að það sé til annar á landinu. gítarinn er mjög vel með farinn, kemur í upprunalegu töskunni. hann er með tvo DiMarzio humbuckera (ekki upprunalegir) og er rafmagnið tengt svokallað series-paralell, sem gefur honum 10 sinnum fleiri möguleika á sándi. þannig að þú getur stillt volume fyrir hvorn pick-uppinn en haft þá báða actíva (þetta er mjög skemmtilegur fítus og maður getur semasagt breytt sándinu mikið með því bara að lækka volume í t.d. bridge pick-up. svo er lítið mál að tengja hann upp á nýtt upp á “gamla mátann” (ef þið eruð hrædd við breytingar). menn hafa sagt að það sé “auðvelt” að spila á þennan gítar, strengir eru í fullkomnri fjarlægð frá fingraborði alla leið upp hálsinn.
gítarinn er til sölu ef viðunandi tilboð fæst.
upplýsingar gefur gylfi blöndal á gylfib@hotmail.com