Þessi frábæri magnari hefur verið lítið notaður undanfarin ár og því kominn tími til að hann eignist nýjan eiganda. Magnarinn er í toppstandi og hefur alla tíð verið í geymdur við stofuhita undir ábreiðu. Það sér því ekki á honum. Með magnaranum fylgja fimm ónotaðir lampar, þ.e. fjórir 6L6 Power Tube og einn 5U4GB Rectifier tube og er hvoru tveggja framleitt af Mesa Boogie. Skipt var um einn 5U4GB lampa fyrir nokkrum árum. Auk lampanna fylgir einnig með í kaupunum foot switch og snúra, power snúra, ábreiða, notendahandbók og skirteyni frá framleiðanda. 

Þeir sem þekkja Mesa Boogie vita að hér er topp græja á ferð með bæði frábæru clean og overdrive soundi. Í dag kostar kostar magnarinn nýr í kringum 490 þúsund krónur (skv. upplýsingum frá Tónastöðinni) og lamparnir kosta um 15.000kr samtals í USA. Magnarinn er um sjö ára gamall og óska ég því eftir tilboði.