Ég set bara nýjan þráð hérna fyrir þessa fyrst að myndirnar komu ekki með hinum þræðinum. Sem sagt ef það eru einhverjir áhugasamir þá hef ég verið að smíða Les pauls eftir 1959 specs. Þessir 2 eru t.d. báðir með "old growth mahogany" mjög léttir með eastern maple top. Þessi efri er reyndar með roasted maple í topnum. Báðir eru með Mazzuchelli inlays og Amazon rósavið í fingraborðinu. Mjög svipuð ef ekki nákvæmlega eins binding og var notuð í 50's. Nitro cellulose lakk og hide glue notað á öllum límingum nema böndin sem eru frá Jescar og eru límd með fiskilími. Ég hef verið að nota ál brýr og tailpiece frá ABM í Þýskalandi, þær eru ekki steyptar heldur skornar út. Cts pottar og NOS þéttar. Sheptone pickuppar svo eitthvað sé nefnt. Verðið á þessum er um 500000.