Mig langaði að athuga hvort það væri einhver hérna sem hefði áhuga á Flying V eða Les Paul gíturum. Ég hef verið að smíða gítara síðustu árin og er akkurat núna að gera nokkra Flying V 1958 specs. Hérna er svona gróft breakdown á þeim.

Korina viður í body og háls. 17 gráður haus og 2.5 gráður háls/body samskeyti.
Amazon rósaviður, nábróðir Brasilísks rósaviðs, límt með hide glue
Jescar bönd, límd með fiskilími.
Truss rod eins og 50's Gibson gíturum með maple yfir.
Nitro cellulose lakk.
ABM ál brú, þessar eru rosalega góðar og eru framleiddar í Þýskalandi. Þær eru ekki steyptar heldur skornar út úr ál klumpum.
58 specs tailpiece.
Kluson tuners.
Cts pottar og NOS þéttar t.d eins og Vitamin q
Sheptone pickups. Ég er með vendor díl við hann og get látið hann vinda svo sem hvað sem er.
Buffalo bein nut.
SKB taska.
Prís 400.000.-

Hérna er mynd af einum sem var að klárastEr líka með nokkra Les Paul sem ég smíðaði úr mjög gömlu mahogany sem ég komst í. Þessi neðri var búinn til úr borðplötu sem var á verkstæði í Kalamazoo Michigan og er frá um það bil 1940.