(Samskonar hljóðfæri og þetta á myndinni)

Er með til sölu Eastman MD815 F5 mandólín. 

Þetta er vandað hljóðfæri, handsmíðað árið 2006, og var sýningareintak hjá Eastman á hljóðfærasýningu í Þýskalandi það ár.

Til að bæta tóninn er ég búinn að setja betri ebony stól á það frá Cumberland acoustics (sami stóll og Gibson notar í sín hljóðfæri) og laga bilin á milli strengjanna. Upprunalegi stóllin fylgir líka með. 

Fingurborðið er með 12" radius, sem að mínu mati gerir það að verkum að mun þægilegra er að spila á það en á flötu fingurborði eins og algengast er á mandólínum.

Það eru aðeins ummerki spilunar á því, smá skellur og rispur, en það er bara til að gefa því sjarma. 
Þetta er topp hljóðfæri, og fá í þessum klassa hér á landi. 

http://www.eastmanguitars.com/md815/

Smá klippa sem ég tók upp til að gefa hugmynd um hvernig það hljómar.


Verð: 170 þúsund