Er gítarleikari í Hafnarfirðinum og er að  velta fyrir mér hvort einhver áhugi sé hérna meðal fólks að spila post rokk?
Hef mest verið að hlusta á God is an Astronaut, We Made God, Kontinuum, Cult of Luna, If These Trees Could Talk og fleira í þeim dúr en hlusta á flestar gerðir rokks og metals, auk elektró og indie, svo það yrði örugglega áhrif héðan og þaðan.
Myndi amk vanta bassaleikara og trommara, helst annan gítarleikara.
Þannig að ef einhver áhugi er fyrir svona, þá endilega hafa samband