Ég er næstum 23 ára strákur sem er orðinn leiður á því að finna ekki fólk með sama metnað og ég. Mig vantar fólk sem nennir að leigja með mér húsnæði og spila regluega frumsamið stöff. Ég er lærður á gítar en er búinn að ná ágætum tökum á píanó og söng líka. Svo á ég líka böns af skemmtilegu dóti, flottan gítar með öllum græjum, peavey classic 50, nord electro 3, góða mic-a, ágætis upptökugræjur og góðan monitor td. Þannig að mig vantar ekki dót eða hæfilega, bara fólk sem nennir að taka tónlist alvarlega. Ert það þú?