Brátt 17 ára drengur leitast eftir metnaðargjörnum tónlistarmönnum til að rokka og róla með. Ég er skítsæmilegur gítarleikari með tæplega yfir tveggja ára reynslu meðtöldum nokkrum gítarnámskeiðum hjá GÍs en hef meiri áhuga á söng (ég æfi söng og reyni að sérhæfa mig frekar í að nota röddina). Áhrifavaldar eru Bon Iver, Radiohead, Pink Floyd, John Mayer, Portishead, Jimi Hendrix, Tool, Damien Rice, Led Zeppelin, Ásgeir Trausti, Pixies, Jeff Buckley, Valdimar, The Doors, The Rolling Stones, Coldplay, The Black Keys, Kings of Convenience, Kings of Leon, For A Minor Reflection o.s.frv.. 

Ég er til í allt frá vel blúsuðu rokki í djúp og róleg dægurlög.

Ég hef enga aðstöðu til að æfa í en hika ekki við að leggja sanngjarnt magn af pening í leigu hjá t.d. Reykjavík Rent (http://www.facebook.co
).

Ég tel mig vera skapandi einstakling og ég hef mikinn áhuga á tónlist.

Ef ég ætla að fara út þetta þá verður það aðeins með metnaðarfullum einstaklingum svo ég bið ykkur innilega um að hugsa ykkur tvisvar um.

Ég er að leitast eftir trommara, bassaleikara, lead-gítarista og píanista en ég er opinn fyrir bókstaflega öllu. Ef þú getur rekið við í djassflautu og látið það hljóma vel hef ég áhuga.

Ef þú hefur áhuga, endilega sendu mér skilaboð með upplýsingum um áhrifavalda og áætlaða tónlistarstefnu.

Æskilegt er að tilvonandi meðlimir noti eigin hljóðfæri og eigi/geti reddað sér græjum eins og magnara, jacksnúru, effectum og öllu sem þarf.

Fyrirfram þakkir, 

-Eyþór Mikael.