Góða kveldið, ég er hér með tvo hluti til sölu.

-----------------Verve / Pearl Export trommusett-----------------
Nýbúinn að skipta um skinn á tom toms, og með fylgir nýr Pearl single kicker. Pulse Crash cymbali og Sabian B8 cymbali fylgja með ásamt statífum, en reyndar vantar snerilstatíf undir snerilinn. Mitt hefur einhversstaðar týnst.
Auk þess getur fylgt með trommustóll, sem er frekar leiðinlegur að vinna með.
Ég tók tekkolíumeðferð á tom tom trommurnar, sem bætir hljóm og útlit, hugsanlega tek ég bassatrommuna líka í slíka meðferð.
Þetta væri td flott sett fyrir byrjendur, auk þess er kostur við það að það er ekki mjög hávært.

Verðhugmynd er um 50 þús, en ég skoða allar hugmyndir, jafnvel skipti.

 

 
-----------------Spilverk Mjölnir SG------------------
Þennan gítar fékk ég nýlega í skiptum fyrir annan. Hann er sama og ónotaður, fagurrauður og þægilegur að spila á. Þessi gítar er augljóslega módelaður eftir Gibson SG gítarnum og persónulega finnst mér þessi gítar þægilegri að spila á en þeir Gibson SG sem ég hef prófað. Það er þó smekksatriði.
Það sem er merkilegt við þennan gítar er að hann er með maple fretboard og neck thru háls, svo hann er heil spíta, ekki álímdur eða skrúfaður háls.

Verðhugmynd er um 50 þús, en ég skoða öll tilboð, jafnvel skipti.


 Get sent ljósmyndir ef einhver hefur áhuga :)