Hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu leitar að söngvara. Hljómsveitin hefur starfað í um 2 mánuði og er að vinna í frumsömdu efni til hliðar við að covera önnur lög. Erum með frumsamið efni sem við erum að vinna úr.

Meðlimir hljósmveitarinnar eru 18, 20 og 23 ára, bassi, trommur og gítar. Annar gítar er að bætast við hópinn líka. Æskilegt er að meðlimir séu í kringum þann aldur. Hljómsveitin reynir að hittast oft og því er nauðsyn að meðlimir hafi metnað fyrir hljómsveitinni.

Hæfileikakröfur eru ekki gífurlegar, svigrúm er fyrir meðlimi til að þroskast sem tónlistarmenn innan hljómsveitarinnar. Erum með söngkerfi sem söngvarinn getur sungið í gegnum.

Lítið dæmi um efni: Metallica, Judas Priest, Ac/Dc, Pixies, Strokes , Rage against the machine, Audioslave og fleira.