Er eitthver hér sem er ólmur í að kaupa Fender Jazz Bassa? Er með einn slíkan sem mig langar að losna við. Hann var keyptur á 180k í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni í ársbyrjun 2009, var notaður í æfingar fram til miðs árs 2010 og hefur verið notaður lítið síðan þá. Hann er framleiddur í Mexíkó og er þar af leiðandi algjör workhorse og mjög þægilegt að spila á hann, auk þess sem forum á netinu meta þessa tegund JB almennt mjög hátt. Áhugasamir mega endilega gera mér tilboð, ég er jafnvel til í að skoða skipti á gítar og pening uppí. Verðhugmynd er svona í kringum 120000 kr.