Ég er að hugsa um að kaupa mér bassa. Til að leika mér með heima og víðar:). Hvað er ég að fá ef ég kaupi mér bassa frá Squier, sem Fender framleiðir? Og hver er þá munurinn á P-Bass og Jazz bass??. Og ég veit að Squier er svona verkamannatýpa af alvöru Fender. En hvað er maður að fá annað en merkið Fender fyrir 150þús kall?:) Veit einhver hvar ég get séð litakort yfir Jazz bass línuna? litirnir heita eitthvað sko.
Því vinafólk mitt ætlar að kaupa fyrir mig bassa í Kanada. Miklu miklu ódýrara. Djö..hafa þessar vörur hækkað í Hljóðfærahúsinu!!! T.d Squier Stratocaster, sem kostaði 19.900 fyrir áramót, kostar núna 26þús kall núna! Isspiss. Fæ Squier bassa á 21þús í Kanada, þegar hann kostar hva..34þús hérna.

Mæliði með einhverjum öðrum bössum fyrir amatöra?