1) Gibson Minuteman 1965 árgerð
Hér er um að ræða æðislegan magnara, með þessu vintage feel sem allir elska og eltast eftir. Magnarinn er með einni 12" keilu, dúnmjúku reverbi og flottu tremolo. Ég er með upprunalega footswitchinn og lýtur magnarinn vel út miða við aldur. Ég lét yfirfara magnarann fyrir nokkrum dögum og hann fékk grænt ljós frá mínum magnaragúru. Ég lét líka setja í hann nokkra nýja formagnara lampa. Algjör clean maskína.
Verð: 85 þúsund krónur

2) Burriss boostiest I custom colour.
Hérna er ég með frábæran drive og boost pedal. Boosterinn er æðislegur, finnur einfaldlega ekki betri booster og Drive hliðin er tubescreamer 808 stemning sem keyrir á 4 voltum, sem soundar virkilega vel. Allt handvírað og með bestu mögulegu íhlutum, rosalega sexy að innan fyrir þá sem þekkja til í effektasmíðapælingum. Hefur verið heví mikið notaður, en virkar vel. Heimsklassa booster með dúndur drive.
Verð: 22 þúsund krónur

3) Subdecay proteus custom shop
Já, þetta er rosalegur automatic filter. Þeir effekta perrar sem kannast við Robotalk pedalinn fræja, ættu ekki að láta þennan framhjá sér fara. Hann hefur í raun tvö modes. En það er bara eitt sem skitpir máli og það er sequencer filter mode-ið með tap tempo. Það er gjörsamlega sjúklega töff stöff. Get í raun og veru ekki lýst þessu nema að biðja fólk um að skoða robotalk 1 á youtube eða tjékka á video-unum fyrir þennan effekt. Svo er jú autowah, en maður steingleymir því þegar maður setur filterinn í gang.
Verð: 22 þúsund krónur
Linkur: http://www.subdecay.com/proteus-auto-filter

4) Zvex Loop Junky Lo-Fi
Gjöðveikur analog looper, akkurat græjan fyrir þá sem eru komnir með ógeð ef digital partíinu hjá öllum digital looperunum. Getur látið loopurnar sounda eins og 100 ára gamlar vinyl plötur. Lífstíðar ábyrgð hjá Zvex, handmálað og allt að gerast. Smá paint chip, en ekkert alvarlegt. Virkar 100%
Verð: 30 þúsund (er til í 25 kall ef hann fer fljótt)

5) Fulltone ultimate octave
Þetta er sjúk græja, geðveikt octave fuzz og reyndar bara alveg tuddalega gott fuzz án octave fítusins. Leynivopn margra meistara, m.a. drengjanna í Queens of the stone age. Ef þig vantar eitthvað í desert rock pælingar eða vilt sounda eins og jimi hendrix þegar hann var uppá sitt besta, þá er þetta málið. Basicly nýr, topp ástand.
Verð: 20 þúsund
Linkur: http://www.fulltone.com/products/ultimate-octave

6) A/DA flangar late 70's
Flangerinn sem allir pedalframleiðendur vilja láta sína flangera sounda eins og. Þetta goðsagnakennd græja í pedalheiminum, oftar en ekki valinn sem einn af topp bestu modulation effektum allra tíma. Þetta er original græjan, frá í kringum late 70's, early 80's tímabilinu. Rándýr á ebay og bara crazy stöff. Menn eins og Omar rodriguez-Lopez hafa verið að nota þennan til að ná fram sínum sjúku soundum. Virkar líka tuddavel á bassa
Verð: 35 þúsund

7) Electro Harmonix POG
Vita langflestir hvað þessi græja gerir, býr til áttundir fyrir ofan og neðan tóninn sem gítarinn sendir í græjuna. Getur látið þig sounda eins og þú sért að spila á bassa, 12 strengja gítar, orgel eða gítar sem er með megaskrýtna áttunda stillingu einhverja. En já, þetta er bara mögnuð græja sem er hægt að nota í svo ótrúlega margt. Eins og nýr í kassanum.
Verð: 25 þúsund

Þeir sem hafa raunverulegan áhuga mega senda mér póst hérna eða finna auglýsinguna á hljóðfæradrasl síðunni á facebook og hafa samband þar. Get reddað myndum ef menn er spenntir fyrir því og hægt er að koma að prófa. Þeir sem hafa haft samband mega gera það aftur.