Sælt veri fólkið.
Ég er búin að reyna að kenna sjálfri mér á gítar síðustu 3 mánuðina. Það hefur gengið svona ágætlega en mér finnst eins og ég sé allt í einu stopp.
Kann þessi basic G,C,A,E,D,F og einhver fleiri grip. Það sem ég geri er að leita að tutorials á youtube, en allt sem ég finn er lang oftast mjög einfaldað fyrir byrjendur, þannig að allt í lagi, ég læri nokkur lög þannig. En ég bara vil ekki alltaf vera í léttu lögunum, þau eru farin að hljóma öll eins þar sem flest lögin nota sömu gripin nema í öðruvísi röð, með smá breyttum slætti. Ég vil verða betri, helt það góð til þess að geta spilað í hljómsveit :). En ég veit ekki beint hvernig ég á að fara að því…Um leið og ég finn eitthvað ‘ekki fyrir byrjendur’ þá er það svo laaaangt frá því að vera mitt level að tja, ég er smátt saman farin að missa trú á þessu :/.
Getið þið komið með einhver ráð, kannski æfingar sem gott er að gera, eða myndbönd/kennluefni sem þið mælið með ?
Það myndi hjálpa mér mjög mikið :)
..and you just lost the game.