Heil og sæl,

ég seldi Nord Stage 88 gripinn minn fyrir stuttu en nú hringir kaupandinn í mig og krefst svara sem ég kann ekki skil á.

Þegar hann tengdi Nordinn við Mac þá fann tölvan ekki usb-tenginguna og því ónothæft í þeirri tölvu. Hins vegar þegar hann tengdi Nordinn við PC þá virtist allt vera í lagi.

Ég skoðaði Nord síðuna og leitaði mér upplýsinga og þar stendur að hægt sé að tengja nordinn við hvort sem heldur PC eða Mac.

Veit einhver eitthvað um málið eða er gaurinn bara með ónýtan mac?
asdf