Ég er hér með Ashdown Fallen Angel gítarmagnara sem ég þarf því miður að losa mig við, magnaður magnari sem ég keypti mér til þess að eiga út í sveit þegar ég væri þar. Hann er mjög lítið notaður og vegna þess hef ég ákveðið að reyna að koma honum á eitthvað annað heimili.

Þetta er s.s. Ashdown Fallen Angel Fa-60 212 gítarmagnari. Magnað sound í þessu kvikyndi, bíður upp á 60 wött með 2 lömpum, hann er með innbyggðu reverb og effectum sem er hægt að skipta á milli með fótakiptara sem fylgir með. Hann bíður upp á 3 rásir (eina hreina og 2 dirty) sú þriðja er með extra gaini er gott að nota með t.d. sólóum. Eins og ég minntist á þá er hann með fótaskipti til þess að skipta á milli rása auk þess er hann með preamp out, power amp in, recording out og effect loop.

Hann er orðinn sirka 5 ára gamall en þar sem hann er mjög lítið notaður lítur hann nánast út sem nýr hann er í fullkomnu ástandi (er búinn að láta skoða hann hátt og lágt) og með honum fylgja fótaskiptirinn og manuallinn sem fylgdi með.

Hann var nú ekki ódýr þegar ég keypti hann á sínum tíma og svona magnarar eru að fara á sirka 50-60þúsund í verra ásigkomulagi heldur en minn er í þannig að ég vil helst ekki fá lægra en svona 60-65 fyrir hann en endilega hendiði tilboðum á mig, ég skoða allt.