Kveldið hér, þar og jafnan alls staðar annars staðar.
Ek hefi hér fáeinum dýrgripum safnað ok glingri, og mun það til sölu ellegar vöruskipta vera frá þessu kvöldi og framvegis þar til þeir keyptir verða ellegar seldir einhverjum.

Vil taka fram að þetta er allt mjög vel með farið, nema þá kannski Behringer mixerinn. Hann er vel með farinn, en kominn til ára sinna. Sjá neðar.

Ég svara öllu sem er, en myndi helst vilja að tilboð kæmu annað hvort í einkaskilaboðum eða í farsíma minn; 8699055.

Góða nótt, gleðilega páska og brjótið legg.


Samson Audio 8-kit drum mic kit + taska
Vel með farið, og er að mig minnir keypt úr Tónastöðinni fyrir ca 2 eða 3 árum.

8 mækar plús taska og er ætlað á trommusett, en þrír eru condenser mækar og virka þokkalega vel á kassagítar eða eitthvað slíkt ef einhver er að spá í svoleiðis.

Samanstendur af 2 CO1 Large Diaphragm Condenser mics, 3 x Q-Tom Dynamic mics, Q-Snare Dynamic mic, Q-Kick Dynamic mic og CO2H Mini-Pencil Condenser mic.

Statífsfestingin fyrir annan CO1 Condenserinn er brotin, en það ætti að vera hægt að laga auðveldlega með tonnataki eða einhverju slíku sterku fljótandi lími. Gerði það ekki sjálfur vegna þess að ég notaði hann ekki í eina skiptið sem ég hef notað þetta sett. Það var á litlu giggi og allt virkaði vel og er mjög vel með farið fyrir utan þessa brotnu festingu.
Taskan er líka góð og ver mækana vel.

Verðhugmynd = 15 þúsund færeyjingar. Eða sex kippur af Víking Gylltum. Your choice :)


Söngkerfi - Yamaha MSR250
Hefur verið notað á hljómsveitaræfingum og nokkrum giggum, mjög vel farið og er alveg eins og nýtt.
Monitorana er hægt að setja á sterka standa, en eru auk þess hannaðir til að vera þægilegir gólfmonitorar.
Nógu öflugt fyrir lítið gigg, og sándar æðislega vel, sérstaklega ef maður hefur þá plöggaða í góðan mixer :)

Þessi pakki samanstendur af:
- 2 x Yamaha MSR250 Active Speakers (250w hvor)
- 2 x Sterkir og góðir standar sem auðvelt er að stilla til
- Stór og góður poki utan um standana. 2 mic statíf komast auðveldlega með Speakerstöndunum ofan í hann, sem er þægilegt upp á flutning, td frá húsnæðinu yfir í giggið og til baka.
- 2 x Power snúrur fyrir Speakerana.

Myndir ofl:

http://usa.yamaha.com/products/live_sound/speakers/active_speakers/msr250/msr250/?mode=model

Bakhlið Speaker:
http://www.sweetwater.com/images/closeup/xl/1600-MSR250_back.jpg

Standur:
http://static.music123.com/derivates/6/001/451/117/DV019_Jpg_Regular_421821_speaker_stand.jpg

Pokinn er svipaður þessum:
http://www.darkstartheatrical.com/product_images/r/ssb6500_speaker_stand_bag__21126.jpg

Ég veit ekki hvað svona græjur kosta þessa dagana í Hljóðfærahúsinu, en líkur eru á að það hafi bara hækkað í verði. Þetta keypti ég á rúmlega 170þúsund krónur fyrir ca ári.

Verðhugmynd = 145 þúsund. Eða sextíu kippur af áðurnefndum gullmjöð.


Gítarmagnari - Marshall Park
Ekki fyrsti eigandi og aldur hans því óvís. Amk 2 eða 3 ára. Vel með farinn, lítið notaður og svo sterkbyggður að ég trúi í fullri alvöru að hann myndi lifa af fall af vörubíl á ferð.

Hann er 30w. Góður fyrir byrjendur, jafnvel einhverja aðeins lengra komna. Dugði fínt á nokkrum hljómsveitaræfingum, en ef trommarinn í hljómsveitinni þinni er hinsvegar deþþmetalhávaðamaskína er þessi ekki nógu öflugur.
Fyrir hávaðalitlar hljómsveitir eða heimaspilerí er þessi fínn.

Tengimöguleikar: Input, line out, headphones, cd input og footswitch.
Channel Switch hnappur og Master Reverb hnappur.
Channel 1 (Clean) - Volume, Treble og Bass.
Channel 2 (Overdrive) - Gain, Treble, Contour/Middle, Bass, Volume.

Verðhugmynd = 20 þúsund fimmeyringar.


Behringer Eurorack UB2442FX Pro
Ef einhver hefur áhuga á þessum, endilega sendið mér skilaboð og þá skal ég henda á ykkur meiri upplýsingum. Hann er 16 rása, með innbyggðum effektum og er í raun þokkalegasti mixer. Frekar gamall, ég er ekki fyrsti eigandi en hann virkar fínt.

Verðhugmynd = 15 þús franskar kartöflur.Vona að þið hafið skemmt ykkur betur við lesturinn en ég gerði við skriftina (þurfti að byrja upp á nýtt - TVISVAR!)

kv

Bætt við 14. febrúar 2012 - 16:48
Einhvern veginn tókst mér að gleyma myndum af öðru en söngkerfinu.

Marshall G3ORCD:
http://profile.ultimate-guitar.com/profile_mojo_data/2/0/6/4/206414/pics/_c410773_image_0.JPG


Samson Audio Mic kit:
http://www.samsontech.com/site_media/legacy_docs/8Kit.jpg

Taskan er svipuð og þessi, augljóslega ekki eins mynd framaná:
http://www.sweetwater.com/images/closeup/xl/1600-CL8_case.jpg


Behringer mixer:
http://livemusiciancentral.com/wp-content/uploads/2010/02/Behringer-Eurorack-UB2442FX-PRO-Mixer-299x300.jpg