Hæhó, ég var að velta því fyrir mér hvort að það skipti máli hvernig snúru maður notar til að tengja á milli hauss og box.

Ég er semsagt með gítarmagnarastæðu, Marshall lampahaus og box, en gaurinn sem ég keypti þetta af lét mig ekki fá jack snúruna með sem tengdi hausinn við boxið. Þessu tók ég ekki eftir fyrr en seinna, en var að velta því fyrir mér hvort að þetta breytti einhverju máli.
Félagi minn sagði við mig að það skipti máli að nota snúru sem væri bæði power og sound snúra eða eitthvað álíka, að nota venjulega jack snúru myndi einfaldlega eyðileggja lampahausinn.

Vantar hjálp með þetta, þakka öll svör og ábendingar.