Þá er komið að smá tiltekt og uppfærslu á búnaði. Ég er með alls konar dót til sölu og er mögulega til í að skoða skipti á litlum lampamagnara eða Line6 M9/M13 og þá með milligjöf ef þarf. Verðin eru ekki heilög, það má gera tilboð en ég svara bara raunhæfum boðum.

Here goes:

Line6 Spider Valve 212.
Þessi magnari er skemmtilegt combo af modeling og lampamagnara, hannaður af Bogner sjálfum. Keyptur í Tónastöðinni árið 2007. Það sér ekki á honum en var skipt um formagnaratúbur árið 2010 minnir mig. Kemur með yfirbreiðslu.
Verð: 60.000kr. Kostar nýr í dag 92.000kr.

http://line6.com/spidervalve/

FBV Express MkII
Floor controller fyrir ýmsan Line6 búnað. Keyptur í Tónastöðinni árið 2010 minnir mig og því ætti að vera eitthvað eftir af ábyrgð á honum ef ég finn ábyrgðarskírteinið. Hann hefur verið notaður reglulega síðan þá en bara í tvö eða þrjú live gigg. Sér ekki mikið á honum og í góðu standi. Kemur með langri CAT5 snúru í magnara.
Verð: 15.000kr. Fer á 10.000kr með magnaranum. Kostar nýr í dag 21.000kr.

http://line6.com/footcontrollers/fbvexpressmkii.html

EHX Micro POG
Minni útgáfan af POG, en alls ekki síðri. Er búinn að eiga þennan í um tvö ár og sé frekar eftir því að láta hann fara en dreymir um að uppfæra í POG2 einhverntímann í framtíðinni en í millitíðinni þarf ég víst að lifa án hans. Eins og með flesta þesssa EHX pedala þá er hann solid steel og sér ekki á honum. Kemur með spennibreyti og mögulega í orginal kassanum (ef ég finn hann).
Verð: 25.000kr. Kostar nýr í dag: Ekki viss, líklega 35.000+

http://www.ehx.com/products/micro-pog

Digidesign Mbox2 - án hugbúnaðar
Þessi græja er keypt í Hljóðfærahúsinu 2006 og er búin að þjóna vel. Í mjög góðu standi. Engar rispur, brotnir takkar eða neitt svoleiðis. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta tæki, það bara virkar og virkar vel. Ég þarf að halda hugbúnaðarleyfinu þannig að þetta er bara vélbúnaðurinn.
Verð: 35.000kr. Kostar nýtt í dag: 82.000kr (með Pro Tools MP).

http://www.zzounds.com/item–DGDMB2

Frontier Design Alphatrack
USB stýring fyrir tónlistarforrit. Virkar með flestum forritum, t.d. Pro Tools, Reason, Cubase o.fl. Einn sleði með mótor, skjár og slatti af tökkum. Kemur sér mjög vel í upptökum og mixi á smærri verkefnum. Hægt að tengja footswitch til að stjórna upptöku ef maður er einn. Keyptur 2007 í Tónabúðinni, er eins og nýr og kemur í upprunalegum umbúðum. Virkar bæði með Mac/PC.
Verð: 10.000kr. Fer á 5.000kr með Mbox 2. Kostar nýtt í dag: Ekki til í dag en var keyptur á rúman 20.000 kall á sínum tíma.

http://www.frontierdesign.com/Products/AlphaTrack

Simon&Patrick 12 Cedar
Hér er um að ræða 12 strengja S&P gítar sem er nokkurra ára gamall. Þessi selst aðeins ef ég fæ, það sem ég tel vera sanngjarnt verð. Hann er með innbyggðum pickup. Spilar og sándar mjög vel. Æðislegur gítar. Það er búið að gigga aðeins með þennan og það sést því smá á honum aftan á hálsinum og eitthvað um rispur á frontinum, sem er frekar mjúkur viðkomu.
Verð: 45.000kr. Kostar nýr í dag: 6 strengja útgáfan kostar rúmar 80.000kr í Tónastöðinni, en er ekki viss með 12 strengja.

Sams konar gítar, án pickups:
http://simonandpatrick.ca/s%26p12cedar.html

Myndir:
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/SP.jpg
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/SP_Neck.jpg - Upplitun á hálsi
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/SP_Neck2.jpg
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/SP_Preamp.jpg


Adam rafmagnsgítar – góður fyrir byrjendur.
Rauðsanseraður rafmagnsgítar sem var keyptur í Gítarnum á meðan sú búð var enn á Laugaveginum. Hann er með locking systemi efst á hálsinum en einn stálpúðinn sem á að læsa strengjunum brotnaði þegar ég var ungur og vitlaus og herti of mikið. Það á samt að vera hægt að fá nýja og ég held að ég eigi skrúfurnar enn. Hann er með on/off svissum fyrir hvern pickup þannig að það er fullkomið frelsi í samsetningum á þeim. Einn volume og einn tone takki. Gítarinn er vel með farinn og sama og engar rispur í lakkinu en ein smá dæld er á honum, sem að fór þó ekki í gegnum lakkið.
Verð: 10.000kr. Kostar nýr: Ekki hugmynd.

Myndir:
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/Adam.jpg
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/Adam_Neck.jpg
http://dl.dropbox.com/u/405132/sala/Adam_Back.jpg


Digitech RP2000
Multieffectagræja frá Digitech sem ég keypti fyrir örugglega tíu árum í USA. Græjan er því fyrir 110v system og því þarf spennibreyti úr 240v í 110v til að geta notað hana. Hann fylgir ekki með. Þetta er effectatæki, amp modeller, og ég veit ekki hvað. Slatti af trommutöktum sem er hægt að spila með og líka mic tengi á henni til að nota sem talkbox, sem ég hef reyndar aldrei prufað. Ef ég man rétt er SPDIF tengið bilað, en allt annað á að vera í lagi.
Verð: 5.000kr. Kostaði nýr eitthvað um 45.000, sem var frekar mikill peningur fyrir tíu árum síðan.

http://www.digitech.com/en/products/rp2000

http://www.digitech.com/system/product_attachments/152/original/RP2000.jpg?1289425496 - Betri mynd


Þá er það komið held ég.
Hafið samband í PM, email eða í síma. Email eða sími er betra.

Jón Ingi Jónsson
jon@jonsson.is
660-0460