Ég hef verið að spila á Ukulele í nokkur ár og var að velta því fyrir mér hvort að hér á landi væri til Ukulele félag eða e-ð álíka þar sem Úgga áhugafólk hittist og úggast saman.

Hingað til hefur netleit ekki skilað neinu þannig að ég ákvað að varpa þessari spurningu fram hér.