Sælir Hugarar! Vegna fyrirspurnar um lakk vil ég benda ykkur á eftirfarandi! Kaupið ekki lakkið hjá N1! Það er hobbýlakk sem endist ekkert! Farið í Bílalakk í Dalbrekku Kópavogi og talið þar við Magnús. Hann blandar þá liti sem þið viljið á spreybrúsa og setur einnig herði útí ef þið viljið og fáið þar með nautsterkt lakk sem þolir nánast hvað sem er! Hann hefur einmitt verið að blanda fyrir fólk sem asnaðist til að kaupa hobbýlakkið hjá N1 og kemur drullusvekkt til hans til að redda hlutunum! Hann er atvinnumaður í lakki og sprautun svo þið fáið allar leiðbeiningar sem þið biðjið um. Ath. að þið þurfið að borga eitthvað meira fyrir alvöru lakk en á móti kemur að það er sterkara en andskotinn! Hendið ekki peningunum í rusl á hljóðfærin sem ykkur þykir vænt um! Kveðja, Davíð.

Bætt við 3. janúar 2012 - 16:55
Hér sjáið þið lit sem blandaður var hjá honum!
http://www.flickr.com/photos/40713151@N07/6190158389/in/photostream