Hæ og hó sveitungar fjær og enn fjær.


Hljómsveitin Orchid óskar eftir söngkonu.

Við erum á aldrinum 18-20, höfum ekki verið að spila saman lengi en höfum allir verið að spila í langan tíma sjálfir.
Hljómsveitin samanstendur eins og er af trommara, gítarleikara og bassaleikara auk þess sem ekki er ólíklegt að við fáum til okkar hljómborðsleikara.

Eigum sennilega eftir að spila eitthvað af frumsömdu efni, en svona til að byrja með höfum við verið að covera gamalt rokk, Black Sabbath, the Misfits ofl.

Engin föst stefna ákveðin - gert til að hafa gaman og spila góða tónlist.

Við erum staddir á Akranesi, höfum græjur eins og söngkerfi og mæka svo að það breytir í raun ekki máli hvort viðkomandi eigi einhverjar græjur.

Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga :)