Líklega er þetta með öllu tilgangslaust, en ég vil benda á að hljómsveitina mína vantar æfingahúsnæði, helst sem fyrst og best væri að geta spilað þar á kvöldin.

Þarf ekki að vera risastórt og svakalegt, bara að minnsta kosti 9-10 m2 og hiti og rafmagn. Getum auðvitað borgað leigu.

Við skoðum hvað sem er, sama hvort það er í bílskúr, kjallara, háalofti, herbergi í iðnaðarhúsnæði eða ruslagám.


Nú, hér kemur parturinn sem gerir þetta tilgangslaust.
Við erum staddir á Akranesi, og viljum helst ekki fara mikið út fyrir bæjarmörk. Eins og ég segi skoðum við hvað sem er, en við erum ekki að leita að húsnæði sem þarf að fara gegnum hvalfjarðargöngin til að komast í.

Hægt að hafa samband annað hvort í síma 8699055 eða 8227308. Líka er hægt að hafa samband við mig hér í gegnum huga eða á netfangið stalegrenade@gmail.com

Góðar stundir.