Er með 1984 módel af hinum forláta ESP 400 Series Telecaster sem ég nota því miður orðið allt, allt of lítið og langar því jað hann komist í hendur einhvers sem getur gefið honum notkunina sem hann á skilið.

Búið er að endurnýja frettin í honum og allt rafkerfið ásamt pickupum var tekið í gegn af Brooks. Einnig er búið að bæta við killswitch rofa á gítarinn. Hann sýnir aldursumerki en er mjög vel með farinn og alveg yndislegur að spila á.

Óska eftir verðtilboðum í hann. Skoða mögulega að taka annan gítar uppí ásamt milligreiðslu. Þá helst kassagítar, semi-hollow eða hollowbody gítar en skoða flest.


Mynd af gítarnum frá Brooks:
http://i301.photobucket.com/albums/nn54/Skoorbdooh/ESPtelesmall.jpg