Er með nokkra hluti til sölu.

Gítarar
- Sérsmíðaður Fender Telecaster, frábær gítar í alla staði. Svakalega léttur með birdseye maple háls og Lindy Fralin pickuppum. Hér er mynd. Mjúk taska fylgir með.
- Yamaha SA800, gamall MIJ hollowbody (335-style gítar), svakalegur gripur sem menn falla algerlega fyrir þegar þeir prufa hann. Hörð taska (orginal) fylgir með.
- Vox Custom 25, early 80s gæðingur, mjög fjölhæfur gripur, neck trough með 24 fret, Dimarzio X2-N Power Plus humbuckers. Hörð taska (orginal) fylgir með.

Voxinn og Yamaha-inn má sjá á þessari Mynd (voxinn er í miðjunni og Yamaha-inn er þessi lengst til vinstri).

Magnari
- Vox AC15TB, 90s gripur made in UK. Þessi gripur er svakalegur með 1x12" keilu, með nýlegum lömpum en hefur verið notaður lítið eftir að það var skipt um lampa. með þessum 15w lampa magnara fylgir hard-case og footswitch. Hér má sjá mynd af magnaranum (minni magnarinn)

Effectar
- Line 6 FM4, filter modeler. Kemur í orginal kassanum og er í frábæru ástandi.
- Moog Murf MF-105, með straumbreyti.
- Zvex Fuzz Factory, handmálaður 10 ára afmælisútgáfa. Í upprunalegum umbúðum.

Óska eftir tilboðum í þessa gripi og áskila mér rétt á að hætta við sölu hvenær sem er.

Ég er staddur á höfuðborgarsvæðinu en get sent hvert á land sem er ef kaupandi óskar eftir því.

Ég get sent fleiri myndir ef þess er óskað, sendið mér bara einkaskilaboð.