Þannig er mál með vexti að ég er gítarleikari, og spila á bassa líka að vísu, en langar að stofna einhverja prog rokk sveit. Mínir helstu áhrifavaldar á því sviði eru Rush, Gentle Giant, King Crimson og Frank Zappa og hvaðeina. Er þó ekki að falast eftir að stofna hljómsveit með alveg svo flóknum pælingum, allavega ekki til að byrja með. Hef líka helling af öðrum áhrifavöldum sem ekki eru prog, Black Sabbath, Black Flag, Electric Wizard, Type O Negative. Sveitin þarf ekkert endilega að vera prog rokk, má vera pönk, eða doom metal, eða blanda af öllu!