Góðann daginn, er 22ára bassaleikari, nýlega fluttur til RVK og er soltið farið að klægja í puttana til að spila.

Er búinn að spila í einhvern slatta ára (er 22 ára, byrjaði í 9. bekk, you do the math) og verið að læra í Tónlistarskólanum á Akureyri í nokkur ár, búin með Grunnstig (það var ekki komin námsskrá fyrir bassanám nema fyrir 2 árum svo gat ekki tekið prófið fyrr).

Er þokkalega klár í tónfræði og er spenntari fyrir að vera að spila með fólki sem kann eitthvað fyrir sér. Getur svarað þegar ég spyr “hvaða hljóm tekuru þarna í byrjuninni á viðlaginu”

Hef svosem ekki verið í merkilegum böndum, og það “besta” sem ég hef gert er líklega að spila á bassa í hljómsveit fyrir uppsetning Verkmenntaskólans á Akureyri á We Will Rock You söngleiknum, þar sem hljómsveitin fékk mikið lof.

Er ekki með neina sérstaka tónlistarstefnu í huga, en mér leiðist blackmetall svona almennt í hlustun, gæti vel verið að það sé æðislegt að spila hann. Er allavega til í að skoða flestallt.

Á besta bassa í heimi :P (FBass BN5) en er magnaralaus í augnablikinu (það er svosem ekki meira en góð ferð útí búð til að redda því, á til pening sem mætti fara í magnara) en er með ágætis preamp sem ég get tengt beint í kerfi.

Er í þannig vinnu að ég er ekki með alveg fast vinnuplan og vinn stundum á kvöldin, en með fyrirvara ætti ég að geta mætt oftast (nema það sé einhver hátindur í vinnunni). Væri til í að æfa svona 1-3x í viku, með occational törnum þar sem æft er meira og væri til í að vera að spila a tónleikum annaðslagið.


Bý í 108 rvk en er á bíl svo get mætt á æfingar hvert sem er. Er ekki í neinum vandræðum með að borga leigu.
Drekk mjög hóflega og nota engin fíkniefni (síðasti þráður varð um það að áfengi væri fíkniefni, en það vita allir hvað ég á við!!)


Ég get ekki sungið til að bjarga lífi mínu, þannig ef þið eruð að leita að söngvara eða bakröddum er ég ekki ykkar maður, en ég er ógeðslega hress og skemmtilegur.


Sendið hugapóst ef þið eruð að leita einhverju í líkingu við mig.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF