Góðann daginn, er 22ára bassaleikari, nýfluttur í borg óttans aðeins að skoða hvort ég geti fundið mér eitthvað að gera.

Er búinn að spila í einhvern slatta ára (er 22 ára, byrjaði í 9. bekk, you do the math) og verið að læra í Tónlistarskólanum á Akureyri í nokkur ár, búin með Grunnstig (það var ekki komin námsskrá fyrir bassanám nema fyrir 2 árum svo gat ekki tekið prófið fyrr).

Hef svosem ekki verið í merkilegum böndum, og það “besta” sem ég hef gert er líklegaa uppsetning Verkmenntaskólans á Akureyri á We Will Rock You söngleiknum, þar sem hljómsveitin fékk mikið lof.

Er ekki með neina sérstaka tónlistarstefnu í huga, en mér leiðist blackmetall svona almennt í hlustun, gæti vel verið að það sé æðislegt að spila hann.

Á ágætis magnara (amk enþá, var reyndar sýndur áhugi fyrir sölu) og frábærann bassa.

Er að vinna freelance í augnablikinu, svo er ekki með alveg fast vinnuplan en er oftast með einhverja frídaga í hverri viku. Væri til í að æfa svona 1-3x í viku, með occational törnum þar sem æft er meira.

Ég er bílandi, nota engin fíkniefni og drekk frekar hóflega.

Fæ bassann minn vonandi suður á mánudag, en væri til í að komast hjá því að drösla magnaranum suður strax, á bassapreamp sem ég get húkkað í kerfi með ágætis niðurstöðu sem gæti virkað til að byrja með (given að það sé kerfi í boði)

Sendið hugapóst ef þið eruð að leita einhverju í líkingu við mig.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF