[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-yPEewaalik

Breski gítarleikarinn Guthrie Govan er óumdeilanlega einn áhugaverðasti og eftirtektarverðasti gítarleikari til að koma fram í rokk/ fusion senunni í langan tíma.

Govan er afburðagítarleikari sem flakkar auðveldlega á milli tónlistartegunda og sameinar undraverða tækni, víðtæka fræðilega þekkingu, fágað harmónískt tónsafn, snilldarlegan spunahæfileika við lygilega lagni og eftirminnilegar melódiur.

Hvort heldur sem hugurinn stendur til riffa að hætti Steve Vai, jassbræðings, kántrí-pikkings, grúví fönks eða eðalblús til að nefna nokkur dæmi, þá er Guthrie Govan maðurinn sem leitað skal til. Hann gerir öllum þessum stílum skil og gerir það vel.

Föstudaginn 2.september kl.21:00 og laugardaginn 3.september kl.21:00 næstkomandi mun Guthrie Govan stíga á svið á Cafe Rósenberg og spila tvenna tónleika auk þess að halda námskeið fyrir áhugasama.

Hann mun koma fram ásamt heimamönnunum og atvinnutónlistarmönnunum Erik Qvick og Róberti Þórhallssyni og spila lög af lofaðri plötu sinni “Erotic Cakes” ásamt öðru efni.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að sitja námskeið með Govan þá mun hann halda slíkt á laugardeginum 3.sept á Cafe Rósenberg.

Á námskeiðinu mun hann ræða á leiðbeinandi hátt um mismunandi þætti sinnar tækni auk þess að svara öllum spurningum tengdum gítarleik.

Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðið þannig að vinsamlegast sendið tölvupóst til solstice.promotions@gmail.com sem fyrst til að tryggja ykkur pláss.
Þetta verður svakalegt held ég.
Nýju undirskriftirnar sökka.