sælir hugarar!

Ég er mögulega á leiðinni að fara að kaupa mér 100 watta lampa haus sem er Amerískur (110v). ég mun fá mér straumbreytir með þannig það verður vonandi ekkert vandamál. en ég var að spá… ef hausinn er 110v, þarf þá boxið (cabinetið) að vera 110v líka? eða get ég tengt 220v boxi og verið “ready to go”? og líka, ef ég fæ mér 100 watta straumbreytir með hausnum og fæ mér samt um 300 watta box með, mun það fara illa með boxið?

Takk kærlega fyrir hjálpina fyrirfram :)