Sælinú.
Félagi minn frá Bandaríkjunum er að koma að heimsækja mig núna eftir nokkra daga. Við erum búnir að vera að læra gítarsmíði saman í Englandi og hann ætlar að taka með sér 2 gítara og sjá hvort einhver hafi áhuga á að kaupa.
Flamenco gítarinn er úr Cypress og með Cedar háls.
Klassíski gítarinn er Torrés týpa með grenitopp og bak og hliðum úr rósaviði. Hann er líka með Cedar háls
Báðir gítararnir eru með fallegri rósettu og eru algerlega handsmíðaðir.
Ég er ekki alveg klár á verðinu, hann vill fá e-ð í kringum 650-750 pund fyrir hvorn en tekur auðvitað á móti krónum. Ég veit að sá klassíski verður e-ð um 100 pundum ódýrari en Flamenco-inn.
Þetta eru kostakaup, hann er að fara að opna vinnustofu í Bristol í haust og selur þessa gítara þar á 1000 pund ef þeir seljast ekki hér.
Við verðum á landinu frá 15 júlí til 26 júlí og við getum komið með gítarana hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu.
Sendið mér skilaboð ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið meika deit við okkur.