Rickenbackerar eru ekkert sérstaklega fjölhæfir gítarar að mínu mati, ég átti einusinni Rickenbacker 325 og ef þú skoðar notkunina á Rickenbacker gítörum í tónlistarsögulegu samhengi Td Byrds, fyrstu ár Bítlana og fyrstu REM plöturnar þá heyrist ákveðið hljóðmynstur sem lýsir sér í frekar hvellum rythma og laglínum með nótum sem lifa ekki mjög lengi því þessi hljóðfæri hafa afskaplega lítið sustain og pickupparnir eru mjög kraftlitlir, það hljómar samt enginn gítar nákvæmlega eins og Rickenbacker nema annar Rickenbacker semsagt.
En ef þetta er akkúrat sándið sem þú sækist eftir þá eru þessi hljóðfæri fín, þetta hentaði mér hinsvegar enganveginn og ég myndi aldrei vilja eignast svona gítar aftur, mikið hryllilega eru þetta samt falleg hljóðfæri.
Ég hef aldrei prófað Ibanez John Scofield en ég hef heyrt nóg með John Scofield til að vita að hann myndi aldrei nota Rickenbacker þannig að þú ert amk að tala um tvö mjög ólík hljóðfæri.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Nei það er ekkert samhengi þarna á milli í sambandi við hljómburð, það sem ég er fyrst og fremst að sækjast eftir í rickenbackernum er það hversu spes hann er í útliti og eiginleikum, en ég hef bara aldrei spilað á slíkan grip, vitað um neinn sem á svoleiðis, né verið í návígi við hann, þannig að það eina sem ég veit um þá er það sem ég hef lesið um þá og það er nú ekki mikils virði. Það sama gildir um John scofieldinn, en þar sem hann er nú gerður eftir þörfum herra Scofield þá hlýtur eitthvað að vera varið í hann. Ég veit líka að hann soundar vel.
0
Rickenbackerar eru alveg ógeðslega falleg hljóðfæri en minn var amk soldið eins og banjó þeas að nóturnar lifðu alveg rosalega stutt, þannig hljómur hentar ekki í hvað sem er.
Þessi Ibanez lítur svipað út og Gibson 335 eða álíka og er örugglega fín spýta, ég efast um að John Scofield myndi láta tengja nafnið sitt við eitthvað drasl þannig að þetta er örugglega nokkuð safe bet í gítarkaupum.
Einu hálfkassagítarar sem ég hef átt voru Rickenbackerinn og svo 1967 árgerð af Gretsch 6120, Gretschinn alveg reykspólaði yfir Rickenbackerinn og var nothæfur í flestar tegundir tónlistar, Gretsch búa til alveg verulega falleg hljóðfæri og filtertron pickupparnir í dýrari týpunum af hálfkassagítörunum þeirra hljóma alveg guðdómlega.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
0
Scofield var að nota Ibanez einhvað áður og gitarinn sem ber nafnið hanns er alveg sama græjan bara með öðrum p.u
Jakop Nilsen tólistarkennari á svoleiðis en hann er úti í Danmörku fram á haust !
Hann er svona frekar kraftmikill fyrir hollow og blokk í honum svo það er lítið feedback.
Veit ekki um neinn annan hér heima :-(
E
0