Ég er kominn með alveg asnalega mikið af gítareffektum og það bara gengur ekki lengur að keyra þetta stöff allt á rafhlöðum eða stökum straumbreytum þannig að ég var að spá í að kaupa power supply sem væri nothæft fyrir marga pedala í einu.
Þetta eru ekki allt 9 volta pedalar þannig að æskilegt er að það sé hægt að stilla græjuna á að gefa breytilegann straum, sumt af þessu dóti er að keyra á 12 voltum og einn er 24 volt..
Endilega látið mig vita ef það er eitthvað af þessu power supply dóti algjört drasl, ég hef heyrt misjafnar sögur af þessu dóti og man ekki lengur hvað var gott og hvað sé sorp.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.