Bróðir mínum langar í nýtt hljómborð en hann er orðinn þreyttur á Yamaha Portatone borðinu sínu og langar í eitthvað meira pro. Meira alvöru píanó sound, enda verða standarnir nokkuð háir þegar maður æfir eiginlega alltaf á flygil.
Hann var eitthvað að pæla í Nord Electro en hvorugur okkar er fróður um góð hljómborð. Eruð þið hugarar með einhver tips og góðar ábendingar?
Held að hann sé til í að eyða allveg einhverjum peningum í þetta, svo endilega nefnið eitthvað fínt dót. Held að limitið hans verði um 130-150 þús, en það hlýtur að fást eitthvað flott fyrir þann pening.
Hann er bæði að hugsa þetta til æfinga og svo líka örugglega til að spila eitthvað með hljómsveit í framtíðinni.
Nýju undirskriftirnar sökka.