Langaði að athuga hvort einhverjir hér hefðu áhuga á að fá hálfparinn fríar uppsetningar hjá mér, myndi liggur við bara rukka efniskostað (strengi og nýjir varahlutir) þar sem að ég væri bara að æfa mig.

Á sjálfur nokkra gítara og hef átt í gegnum tíðina allveg helling af gíturum og er kominn með ágæta reynslu í því að fikta og setja upp. Hef uppá síðkastið sett upp gítara fyrir aðra og hef nokkuð gaman að því og fengið flott dóma fyrir.

Uppsetning myndi innihalda þrif og inspection á öllum gítarnum, plús fínstilling á hálsi og inntónun og auðvitað nýjir strengir. Ég get líka farið í einfaldar pickuppastillngar og rafkerfis lögun.
Væri tilvalið ef þú ert með gítar sem þú villt til dæmis selja en nennir ekki að gera spilunarhæfann fyrir væntanlegann kaupanada,eða að þú hafir verið að kaupa gítar í slæmu ástandi og villt upplifa hann eins og nýjann eða þá bara að gamli góði gítarinn þarf andlitslyftingu.

Setti upp tvær lessur fyrir kunningja um daginn:
Studio:
http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_0448.jpg
http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_0457.jpg
http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_0458.jpg
Slash Signature:
http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_0461.jpg
http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_0467.jpg
http://i647.photobucket.com/albums/uu192/HoddiDarko/IMG_0460.jpg
Nýju undirskriftirnar sökka.