Ég elska tónlist en því miður var ég ekki settur á eitthvað ákveðið hljóðfæri sem barn né hafði ég frumkvæðið að því sjálfur. Ég á píanó og gítar en er nú ekki mjög fær á gítarinn og er ekki alveg tilbúinn í að leggja mig alveg í píanóið, það er einfaldlega of stórt fyrir mig… Ég hef verið að pæla í saxófón eða einhverju svona jazz funky dóti.

Ég veit samt ekkert hvernig ég á að “prófa” þessi hljóðfæri, ég fer nú varla að fjárfesta í saxófón án þess að hafa prófað hann og er því miður í þeirri stöðu að ég þarf að sjálflæra á hljóðfærið sem ég vel (ef ég vel eitt).

Ég kann á blokkflautu svona ágætlega, en fýla hana ekki, sé heldur ekki mikið not fyrir flautur t.d. í hljómsveitum þannig að ég er ekki að spá í þverflautu ef einhver var að pæla í því. Hef heldur engan áhuga á cello eða fiðlum og hugsa að ég sé ekki vel settur fyrir trommur þar sem ég hef enga aðstöðu til að æfa á þær (deili húsi með helling af smábörnum).

Hvernig get ég komist betur að því hvaða hljóðfæri hentar mér, hvar get ég “prófað” hljóðfærin án þess að líta út eins og einhver fáviti sem þykist kunna allt og prófar dýrasta tækið í tónastöðinni?