Sælt veri fólkið.

Ég hef aldrei sent inn grein hérna og nýskráði mig eiginlega bara til þess að senda inn þessa grein. Félagi minn benti mér á að setja hana hingað (í hljóðfæri) þótt ég viti ekki alveg afhverju en ég ákvað að fara eftir hans ráðum. Ég er líka lesblindur, svo ef þið myndið vilja taka mér opnum örmum yrði það þokkalega vel þegið. :)

En ég er söngvari, er kominn á 6.stig í klassískum söng, en ég er samt ekki hér til að auglýsa einhverjar oratoríur heldur öfluga rokk/metal rödd sem ég bý einnig yfir, þó growla/screama/grunta (eða hvernig sem það er kallað!) ég ekki og er ekki beint í þeim pakka heldur.

Ég er að verða tvítugur, bý á Seltjarnarnesi (er samt oftast á bíl), er að taka stúdentspróf í vor svo mér datt í hug að auglýsa tímanlega áður en stúdentsprófin klárast svo hægt sé að hefjast handa í sumar jafnvel. Ég stefni heldur ekki á háskólanám strax heldur vera bara í tónlist næsta haust.

Sjálfur hlusta ég á flest þungt og jafnvel jazz og fönk, svo ef það eru einhverjar jazzgrúppur þarna úti sem þurfa á söngvara að halda þá megið þið alveg líka hafa samband. En þær hljómsveitir sem ég hlusta mest á eru Opeth, Dream Theater (ég veit, mjög týpísk týpa) Metallica, Meshuggah, The Cure, Jet Black Joe og Mars Volta svo eitthvað sé nefnt.
Helsti áhrifavaldur minn í söng mun líklega vera Maynard James Keenan i Tool og A Perfect Circle og Mikael Åkerfelt í Opeth og Bloodbath. Semsagt þokkalega breiður hringur á ferð og ég einbeiti mér ekki að einhverju einu.

Ég er líka með reynslu á píanói og gítar og er virkur í að semja sjálfur en þó er ekkert til á netinu eftir mig því miður.

Held að þetta sé svona það helsta, ef þið viljið e-ð nánari upplýsingar þá hafið þið bara samband í pm-i (er það ekki hægt annars?).

kveðjur, Jón