Fulltone ‘69 og Soul-Bender hafa verið úr framleiðslu í 3-4 ár ef ég man rétt en eru að koma aftur.

Núna verða samt umbúðirnar minni eða í OCD stærð.
’69 er byggður á Fuzz Face og Soul-Benderinn á Vox Tone-Bender.

Fuzz Face hefur alltaf verið tengdur við Hendrix þó svo að aðrir hafa líka haft góð not af honum. Síðan er Tone-Benderinn þekktur fyrir það að Jeff Beck og Jimmy Page notuðu þann pedal á sínum tíma.

Þetta mun samt kosta örugglega sitt ef að tónastöðin fer að flytja þetta inn en ég hlakka til þess að geta prufað þetta loksins.

Linkar:
http://fulltone.com/69.asp
http://fulltone.com/sb.asp

Ætlar einhver að skella sér á annan þeirra?
“Casual Prince?”