Sælar

Er með nokkurra ára gamaln fender Frontman sem er búinn að vera með stæla við mig og var að velta fyrir mér hvort hugarar könnuðust við vandamálið.

Þannig er mál með vexti að hann á það til að “pompsa” á milli rása, hann er með 2 input rásum, high og low gain, ég nota yfirleitt lowgain rásina þar sem mér finnst hann skemmtilegri þannig auk þess sem hann er það hávær að það þarf bara að hafa hann í 1/10 ef ég set í high gain.

En hann á það til að skella sér í svona hærra og hvellara hljóð sem er vægast sagt leiðinlegt.

Öll ráð eða hugmyndir velkomnar.

kv. Andrés