Já ég er með tvo flugrakka á hjólum. Vil prófa að selja án þess að grafa þetta útúr geymslunni í myndatöku.

Þetta er ekkert nýlegt kínverkst drasl heldur old school heavy duty rakkar. Ekki með unitfjöldann á hreinu en þeir ná meðalmanni ca í brjósthæð þ.a. ég giska á 15-20 space.
Annar er opnanlegur að aftan og fram þannig að lokin eru tekin af. Hinn er með sérstöku boxi sem hvolft er yfir rakkinn. Sá er með rafmagni og viftu.

Svo er ég líka með flugkistu úr áli sem var undir Soundcraft Delta 200. Er ekki með málin en þetta er ca 150*70. Kistan er svampklædd fyrir mixer en að sjálfsögðu auðvelt að taka það úr.

Allar eru þessar kistur með hjólum.
Ég vil fá 35.000 fyrir stykkið sem er langt, langt, undir normalverði á svona dóti.

Skoða líka skipti af öllu tagi, hljóðfæratengt eða ekki.

Bætt við 17. febrúar 2011 - 20:12
Nú er tækifærið að eignast fullorðins flightrack fyrir t.d. þokkalegan kassagítar. Það liggur við að það borgi sig að taka þetta bara til að hirða hjólin…