Hljómsveitin Ásjón auglýsir eftir hljómborðs/píanóleikara og söngkonu til að ganga til liðs við sig. Þeir sem hafa áhuga þurfa að vera metnaðarfullir og hafa mikin áhuga.

Hljómsveitin hefur starfað í tæpt ár og hana skipa:
Gunnlaugur – bassi
Ísak – trommur, bakrödd
Viktor Aron - gítar, bakrödd

Stefnur sem Ásjón fylgir eru post-rock, alternative, dream pop, shoegaze og indie og eru hjómsveitir á borð við Alcest, Amesoeurs, Interpol, Kings of Leon, Les Discrets, Mammút, Mew, Pia Fraus, Sigur Rós (ásamt fleirum) eru miklir áhrifavaldar.

Við erum með mjög gott æfingarhúsnæði í Hafnarfirðinum.
Aldur skiptir ekki öllu máli, en sjálfir erum við á aldrinum 21 – 24 ára.

Hægt er að hlusta á nokkur lög á http://www.reverbnation.com/%C3%81sj%C3%B3n og http://www.myspace.com/asjonice (demo útgáfur), en við eigum fleiri lög.

Áhugasamir geta haft samband við:
Viktor – 8653907
Gunnlaugur – 6639392