Daginn hér.

Ég hef ákveðið að selja Pearl Export trommusettið mitt.
Ég hef ekki notað það mikið, keypti það með vini mínum fyrir einu eða tveimur árum af fyrsta eiganda þess sem hafði átt það í 4-5 ár. Mér skilst að þessi tegund sé hætt í framleiðslu, ekki export heldur þessi tegund af export settum sem var víst þykkari eða stærri eða eitthvað svo að hljómurinn var dýpri.

Allavega settið samanstendur af:

23" Bassatromma (dempidýna fylgir ef kaupandi óskar)
14" Sneriltromma
12" Tom
13,5" Tom
16,5" Floor Tom
Hi-hat statíf
Single Kicker (svolítið ryðgaður en virkar vel)
Trommukjuðataska (nokkrir kjuðar eftir)
Cymbalataska (24", reyndar er gat á botninum en það ætti ekki að vera erfitt að laga)
Harðar töskur utan um allt settið
Einhverskonar timbale/reggie trommur (þær eru ca 8“ og 9”, á ekki stand/festingar en það fæst kannski í hljóðfærabúðunum.)


Auk þess var ég að velta fyrir mér að láta fylgja með eitt eða tvö cymbalstatíf og nokkra cymbala, en það hækkar verðið svolítið. Þeir eru flestir af Paiste gerðinni. Ride, splash og fleira.

Ég er nýbúinn að skrúfa settið í sundur og þrífa, herða skrúfur og þessháttar. Undirskinnin á trommunum eru í fínu lagi og ég hef aldrei séð ástæðu til að skipta um þau, en það vantar ofan áskinn á tommana og floorinn, þau voru mikið notuð svo ég henti þeim.
Ég veit lítið um skinn svo að það er líklega jafn gott fyrir kaupanda að velja sér sjálfur ný skinn sem honum líst á. Ef þessi sala á eftir að taka langan tíma mun ég hinsvegar velja mér skinn sjálfur og geyma settið lengur ef ég fæ ekki viðunandi tilboð.

Verð: 80.ooo kr.



Bætt við 26. janúar 2011 - 19:59

ég get svo sent myndir ef óskað er eftir :)