Góðann daginn

Ég á Peavey Bandit 112 magnara (Transtube Series I er ég nokkuð viss um) og ég tók eftir því um daginn að ef ég setti reverb á 5 eða hærra kom rosalegt feedback, úr reverb tankinum, ekki gítarnum. Ég ákvað að skoða þetta í dag og komst að því að annar gormurinn í reverb tankinum var ekki fastur, krækjan brotin. Ég prófaði að taka þann gorm úr og setti allt saman aftur og prófaði og þetta virðist virka. Spurning mín er: Er eitthvað verra að hafa bara annan gorminn, uppá sánd, eða annað?