Er að selja annars vegar Studiomaster 16-4-2 mixer. Mixer sem er þónokkuð gamall, eflaust yfir 30 ára en virkar prýðilega. 15 af 16 rásum virka 100%, sú 16. virkar ekki. Mixernum fylgir bæklingur um hann (ekki upprunalegur samt).

Mixerinn var hannaður sérstaklega sem bæði upptöku (stúdíó) og live mixer. Á hverri rás er eq, xlr tengi, jack in, jack út og fl. stillingar um að senda hverja rás á mismunandi monitor rásir. Monitor rásirnar eru 2, 4 line out (sem ég hef alltaf notað sem monitor rásir), 3 aux rásir, 2 main out og tengi fyrir talkback mic.

Sleðar eru fyrir volume á hverri rás auk sleða fyrir main rásirnar og allar 4 aux out rásirnar.

Mixerinn er með phantom power og innbyggðum spennubreyti (held það sé það, semsagt þarf bara venjulega power snúru ekki neinn spennubreyti).

Endilega spyrjið ef það er eitthvað sem kemur ekki fram hér.
Hér er svo mynd af samskonar mixer f. utan að minn er með smekklegar tréplötur á hliðunum og smá öðruvísi uppstilling á tökkunum á main rásunum.

http://www.dancetech.com/aa_dt_new/hardware/IMAGES/studiomaster_16_4_2_main.jpg

Endilega skjótið raunhæfu tilboði.




Hins vegar er ég að selja bassastæðu.

Er með Ampeg “skrímsli” sem ég er að íhuga að selja.
B2RE haus og SVT-410HLF box (4x10 plús tweeterar)
Boxið er á 2 hjólum að aftan. Þetta er klárlega nógu kraftmikið
fyrir hvað sem þig langar að gera.

Gífurlega kraftmikill og fjölbreyttur magnari, hef spilað allt
mögulegt í gegnum hann, bæði með rafbassa og kontrabassa og
hann hefur skilað mér því sem ég vil alltaf.

Ég hef spilað með hann á bæði litlum og stórum stöðum, held
það sé varla til staður þar sem þú þarft meiri kraft en þetta.

Magnarinn er ca 4-5 ára gamall, sér sama og ekkert á honum,
örlitlar rispur á boxinu eftir ferðalög en ekkert sem sést nema ef maður skoðar það vel.

Magnarinn passar í FLESTA venjulega bíla, keyri allaveganna Toyota Corolla og smelli honum í aftursætin þegar ég ferðast með hann.

Með þessu myndi fylgja bæði rack utan um hausinn og snúra milli eininganna.

http://www.ampeg.com/products/b/b2re/index.html
http://www.ampeg.com/products/classic/svt410hlf/index.html

Þið getið séð allt um unitin þarna.


Verðhugmyndin fyrir stæðuna er um 145.000 krónur.
Svona stæða selst á music123 á 1450$ sem er 170.000 sem á myndi náttúrulega leggjast hellingur af gjöldum.


Ástæða sölu er að mig vantar pening til að fjármagna bassakaup og langar svoldið í minni magnara en þetta.


Endilega hafið samband í einkapósti ef þið hafið áhuga eða viljið t.d. prófa aðra hvora græjuna.
It's dolemite baby!!!